Áhugi á eftirliti óskast

Við lif­um hér og störf­um eft­ir ákveðnum leik­regl­um. Lög og regl­ur eru sam­in um allt milli him­ins og jarðar, hvort sem um er að ræða hversu mikið má veiða, hversu hratt má keyra, hvernig fram­kvæma skal heil­brigðisþjón­ustu eða hversu stór aðili á markaði fyr­ir­tæki má vera. Já, það er þessi rammi sem skipt­ir máli þegar sam­fé­lag er rekið og til að fá okk­ur öll til að fara eft­ir regl­un­um þá verðum við að hafa það á til­finn­ing­unni að það gildi það sama um alla og að eft­ir­lit sé með þeim kerf­um sem við höf­um tekið ákvörðun um að skapa.

Hvers vegna þessi langloka? Jú vegna þess að á þessu kjör­tíma­bili hef­ur því miður komið ít­rekað í ljós lít­ill vilji rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að efla hér eft­ir­lit og þær stofn­an­ir sem ann­ast eiga eft­ir­lit. Skemmst er að minn­ast skýrslu rík­is­end­ur­skoðunar um fall flug­fé­lags­ins WOW og það hvernig sú eft­ir­lits­stofn­un sem átti að fylgj­ast með flugrekstr­ar­hæfi fé­lags­ins, Sam­göngu­stofa, virðist hafa sofið á verðinum þegar kom að lög­bundnu hlut­verki sínu, að hafa eft­ir­lit með fjár­hag fé­lags­ins. Önnur skýrsla rík­is­end­ur­skoðunar á kjör­tíma­bil­inu sneri að Fiski­stofu og hversu van­mátt­ug hún er, vegna van­fjár­mögn­un­ar stjórn­valda. Stjórn­arþing­menn fara svo fremst­ir í flokki að tala niður Sam­keppnis­eft­ir­litið, eins mik­il­vægt og það er fyr­ir al­menn­ing í land­inu.

Á dög­un­um spurðumst við í vel­ferðar­nefnd Alþing­is fyr­ir um eft­ir­lit embætt­is land­lækn­is með heil­brigðisþjón­ustu, en lög­um sam­kvæmt ber embætt­inu að hafa eft­ir­lit með heil­brigðisþjón­ustu og heil­brigðis­starfs­mönn­um. Skal það hafa eft­ir­lit með hvorki fleiri né færri en tvö þúsund rekstr­araðilum heil­brigðis­kerf­is­ins, hvort sem um er að ræða einka­rekn­ar stof­ur lækna og sjúkraþjálf­ara, þriðja geir­ann eins og SÁÁ og Hrafn­istu eða Land­spít­ala – há­skóla­sjúkra­hús. Því mætti ætla að eft­ir­lits­deild embætt­is land­lækn­is, sem hef­ur með svona vanda­samt verk­efni að gera, væri fjöl­menn og gríðarlega öfl­ug enda er um að ræða mik­il­vægt eft­ir­lit sem varðar þjón­ustu, líf og heilsu allra lands­manna. Þjón­ustu sem verður að fara fram eins og best verður á kosið. Því vakti það undr­un mína þegar í ljós kom að ein­göngu fjór­ir starfs­menn embætt­is­ins eiga að sinna öllu þessu mik­il­væga eft­ir­liti, með öðrum störf­um sín­um. Við spurðumst fyr­ir um þetta vegna umræðu und­an­far­inna vikna um að því er virðist óboðleg­ar aðstæður og mögu­legt brot á rétt­ind­um sjúk­linga á rétt­ar- og ör­ygg­is­geðdeild­un­um á Land­spít­ala, Kleppi. Þær frá­sagn­ir sem við höf­um fengið af aðstæðum, fram­komu gagn­vart veiku fólki sem þar dvel­ur gera mann í senn sorg­mædd­an og reiðan.

Við sem sam­fé­lag verðum að gera bet­ur og verðum að tryggja að lög­um og regl­um sé fylgt. Til þess þurf­um við að styrkja og fjár­magna eft­ir­lits­stofn­an­ir.

Æviágrip á vef Alþingis

Smelltu hér til að skoða æviágrip á vef Alþingis
Opna

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann hjá mér og fylgstu með þeim málefnum sem ég er að vinna að hverju sinni.
Skrá mig
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram