Greinar

31. ágúst, 2023
Grunnstefna jafnaðarmanna

Skiptar skoðanir eru um málefni sem teljast mikilvægust í nútímanum. Grundvallarþættir í samfélögum þurfa að vera til staðar en skiptar skoðanir virðast vera um forgangsröðun. Ein frumþarfanna er að hafa húsaskjól og að því verða stjórnvöld að huga öllum stundum. Þau eiga að tryggja framboð og að kostnaður við húsnæði sé í samræmi við sjálfsaflarfé […]

12. ágúst, 2023
Fjölbreytt og farsælt

Þessa viku höfum við fagnað fjölbreytileikanum en um leið minnt okkur á mikilvægi þess að slaka aldrei á í baráttunni fyrir grundvallarmannréttindum alls fólks. Slík réttindi eru og verða líklega aldrei sjálfgefin á meðan mannfólkið telur sig á einhvern hátt hafa rétt til skerðingar réttinda annars fólks.   Eins ótrúlega og það hljómar þá hafa […]

2. ágúst, 2023
Einbjörn bendir á Tvíbjörn

Það er engin lognmolla á stjórnarheimilinu þessa dagana. Innanmeinin innan stjórnarflokkanna og þeirra á milli eru komin fram í dagsljósið og þekja fréttatímana á þeim tímum sem almenningur ætti alla jafna að vera áhyggjulaus í sumarfríi. Reyndar virðist framsóknarflokkurinn vera í fríi, en það er kannski bara til bóta. En það eru ekki innanbúðarkrísur í […]

14. júlí, 2023
Ófremdarástand vegna óstjórnar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað dómsmálaráðuneytinu nánast linnulaust frá síðasta áratug síðustu aldar. Í eitt kjörtímabil fékk ráðuneytið frí frá flokknum en ekki nógu langt til að hægt væri að taka til í mikilvægum og vanræktum málaflokkum ráðuneytisins, eins og almannaöryggi, löggæslu, fangelsismálum og málefnum útlendinga. Þar undir heyra bæði þeir erlendu borgarar sem hingað flytja af […]

5. júlí, 2023
Pólitískir fangar og frelsi fjölmiðla

Á mánudaginn var hélt hinn þekkti rannsóknarblaðamaður, Julian Assange, upp á sitt fimmta afmæli sem pólitískur fangi í einu rammgerðasta fangelsi heims. Þessi blaðamaður og pólitíski fangi er ekki í rammgirtu fangelsi í Rússlandi eða Belarús. Hann situr í Belmarch fangelsinu í London, fangelsi sem geymir hættulegustu fangana, þá sem dæmdir hafa verið fyrir hryðjuverk og fjöldamorð. Yfirvöld virðast […]

26. júní, 2023
Axlar ráðherra ábyrgð sína?

Fyrir rúmu ári fór fram umræða á Alþingi um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá þegar var komið í ljós að ýmislegt hafði misfarist, skýrum lögbundnum reglum hafði ekki verið fylgt og nokkurt tjón virtist hafa orðið á hagsmunum almennings við söluna. Skiptar skoðanir voru meðal þingmanna um það hvort vel eða illa hefði […]

7. júní, 2023
Sjáið þið ekki veisluna?

Við höfum það býsna gott á Íslandi, eða hvað? Hér ríkir friður, jafnréttismálin í hávegum höfð, heilbrigðismálum er sinnt af afbragðs starfsfólki og atvinnuleysi er lítið. Þannig má segja að ef við berum okkur saman við öll ríki heimsins þá séu við í ágætis málum. Að meðaltali að minnsta kosti, á sumum sviðum. En að hverju […]

18. maí, 2023
Framvarðarsveit leitar annað

Fjöldi þeirra hjúkrunarfræðinga sem íhugar að snúa til annarra starfa hefur aldrei verið meiri en nú, í maímánuði 2023. Þetta kom fram á nýafstöðnum aðalfundi félags hjúkrunarfræðinga þar sem samþykkt var einróma áskorun til stjórnvalda um að bæta stöðu og starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga. 67% hjúkrunarfræðinga, sem hafa lagt á sig áralangt háskólanám með tilheyrandi kostnaði, hafa […]

9. maí, 2023
Fjárfestum í fólki

Eftir nærri sex ára valdatíð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem mynduð var til að byggja upp innviði, stöndum við uppi með samfélag þar sem öll grunnþjónusta er ótrygg, grundvallarkerfi eru höktandi og skjól í formi húsnæðis- og framfærsluöryggis er ekki í boði fyrir alla. Á sama tíma fylgjumst við með setningu nýrra stofnana, setra og stýrihópa […]

27. apríl, 2023
Fíkn, geðheilbrigði og ráðherrar sem tala ekki saman.

Þegar okkur mistekst ætlunarverk okkar þurfum við að setjast niður og finna nýtt leikskipulag, hvort sem er í einkalífi okkar, við leik og störf eða rekstur samfélags. Nú þurfum við saman að finna nýtt leikskipulag því okkur hefur mistekist að byggja hér upp velferðarsamfélag sem heldur utan um alla íbúa landsins.  Fréttir af dauðsföllum vegna […]

1 2 3 12

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann hjá mér og fylgstu með þeim málefnum sem ég er að vinna að hverju sinni.
Skrá mig
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram