Undanfarin ár hafa fjölmiðlar, með Viðskiptablaðið í fararbroddi, reynt að fá afhenta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, þá setts ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol. Til upprifjunar þá setti fjármála- og efnahagsráðherra á stofn Lindarhvol árið 2016 og var hlutverk þess að annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs, mótteknum skv. stöðugleikasamkomulagi við hina föllnu banka. Bókfært virði stöðugleikaeigna […]