Greinar

18. maí, 2023
Framvarðarsveit leitar annað

Fjöldi þeirra hjúkrunarfræðinga sem íhugar að snúa til annarra starfa hefur aldrei verið meiri en nú, í maímánuði 2023. Þetta kom fram á nýafstöðnum aðalfundi félags hjúkrunarfræðinga þar sem samþykkt var einróma áskorun til stjórnvalda um að bæta stöðu og starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga. 67% hjúkrunarfræðinga, sem hafa lagt á sig áralangt háskólanám með tilheyrandi kostnaði, hafa […]

9. maí, 2023
Fjárfestum í fólki

Eftir nærri sex ára valdatíð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem mynduð var til að byggja upp innviði, stöndum við uppi með samfélag þar sem öll grunnþjónusta er ótrygg, grundvallarkerfi eru höktandi og skjól í formi húsnæðis- og framfærsluöryggis er ekki í boði fyrir alla. Á sama tíma fylgjumst við með setningu nýrra stofnana, setra og stýrihópa […]

27. apríl, 2023
Fíkn, geðheilbrigði og ráðherrar sem tala ekki saman.

Þegar okkur mistekst ætlunarverk okkar þurfum við að setjast niður og finna nýtt leikskipulag, hvort sem er í einkalífi okkar, við leik og störf eða rekstur samfélags. Nú þurfum við saman að finna nýtt leikskipulag því okkur hefur mistekist að byggja hér upp velferðarsamfélag sem heldur utan um alla íbúa landsins.  Fréttir af dauðsföllum vegna […]

20. apríl, 2023
Hættulegt aðgerðarleysi ríkisstjórnar

Það var sjokkerandi að horfa á sjónvarpsþáttinn Kveik í vikunni, þar sem fjallað var um óboðlegar og hættulegar búsetuaðstæður leigjenda á Íslandi í dag og opinberaðist þar fullkomið andvaraleysi stjórnvalda. Hrikalegur leigumarkaður er okkur ljós þegar kemur að leigufjárhæðum sem hækka stöðugt og skorti á leiguhúsnæði sem gerir markaðinn að þeim dýragarði sem raun ber […]

11. apríl, 2023
Stöndum með fjölmiðlum

Við lifum á tímum offramleiðslu á afþreyingu. Flæðið er endalaust og móttaka okkar sem notumst við snjalltæki og tölvur getur verið linnulaus allan vökutímann. En það er ekki allt gagnlegt. Eða kannski ætti ég frekar að segja að við skulum varast að taka öllum upplýsingum sem berast sem sannleika. Timothy Snyder, sagnfræðiprófessor við Yale háskóla […]

30. mars, 2023
Ráðherraábyrgð

Það skiptir miklu máli að við sem kjörin erum á Alþingi Íslendinga virðum skýrar reglur um lagalega ábyrgð ráðherra, en ráðherraábyrgð inniber persónulega refsi- og skaðabótaábyrgð þess sem gegnir ráðherraembætti. Lagt var til í nýju stjórnarskránni að ákæruvald vegna brota ráðherra yrði tekið af Alþingi og Landsdómur felldur niður en hún hefur ekki enn verið […]

22. mars, 2023
Kjarklaus og verkstola ríkisstjórn

Stýrivaxtahækkun dagsins kom fáum á óvart enda kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við völd hér á landi. Stýrivextir eru nú 114 – 188% hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og Seðlabankinn hefur fá önnur ráð í glímunni við óðaverðbólguna en að hækka stýrivexti. Það er sterkt samband milli gengisþróunar, vaxtastigs og verðlags […]

21. mars, 2023
Að ráðast á garðinn

Ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrum seðlabankastjóri ryðst fram á ritvöllinn í leiðara blaðsins fyrir helgi og skýrir fyrir lesendum sínum hvað að hans mati varð Silicon Valley bankanum að falli á dögunum. Einhver hefði talið að fyrrum seðlabankastjóri, sem hefur góða reynslu af því að fara illa að ráði sínu við stjórn banka, hefði lært sitt […]

11. mars, 2023
Almenningur veit sínu viti

Evrópuumræðan er á fleygiferð eins og alla jafna þegar harðnar í ári. Þegar verðbólgudraugurinn stígur dans, vextir hækka upp úr öllu valdi og krónan hrynur þá finnum við, sem lifum í íslenska efnahagsumrótinu það verðulega á eigin skinni. Þess vegna er ekkert óeðlilegt að umræðan um aukið samstarf Íslands við Evrópu komist á flug. Það […]

2. mars, 2023
Við þurfum skýra sýn 

Þessa dagana finnur íslenskur almenningur það verulega á eigin skinni hvernig það er að hafa við stjórnvölinn ríkisstjórn sem nær yfir hið breiða svið stjórnmálanna. Hinu breiða sviði hefur verið haldið á lofti sem einhvers konar dyggðarmerki samvinnuhæfileika leiðtoga ríkisstjórnarinnar en hefur sjaldan verið jafn áberandi merki stjórnleysis og nú, þegar verðbólga er orðin meiri […]

1 2 3 10

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann hjá mér og fylgstu með þeim málefnum sem ég er að vinna að hverju sinni.
Skrá mig
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram