Atvinna, atvinna, atvinna?

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. febrúar 2021

Senn er komið ár síðan heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru skall á land­inu. Áður en til þess kom voru þegar far­in að hrann­ast upp óveðurs­ský á vinnu­markaði vegna versn­andi stöðu í ferðaþjón­ustu með falli Wow, þannig að at­vinnu­leysi hafði þegar auk­ist, sér í lagi á til­tekn­um svæðum lands­ins.

Heims­far­ald­ur­inn hef­ur kallað á snör viðbrögð stjórn­valda til vernd­ar lík­am­legu og geðheil­brigði þjóðar í bar­áttu við veiruna og ekki síður vegna þess áfalls og þjóðfé­lags­breyt­inga sem skyndi­lega urðu. Far­ald­ur­inn hef­ur einnig kallað á snör viðbrögð stjórn­valda vegna þess mikla efna­hags­áfalls sem far­ald­ur­inn hef­ur leitt yfir landið með fjölda­at­vinnu­leysi sem eykst jafnt og þétt. At­vinnuþátt­taka lands­manna 16-74 ára hef­ur ekki mælst minni hér á landi frá því mæl­ing­ar hóf­ust fyr­ir 30 árum. Í fyrsta sinn mæl­ist at­vinnuþátt­taka und­ir 80%, hlut­fall starf­andi kvenna var um 71% og starf­andi karla um 76% í lok árs. Þessi al­var­lega staða birt­ist svo með mis­jöfn­um hætti eft­ir lands­hlut­um og er staðan lang­sam­lega verst á þeim hluta lands­ins sem mest hef­ur sinnt þjón­ustu við Kefla­vík­ur­flug­völl. At­vinnu­leysi á Suður­nesj­um er svo al­var­legt að neyðaraðgerðir ættu að vera komn­ar á af hálfu stjórn­valda til fjölg­un­ar starfa á svæðinu þar sem nærri fjórði hver ein­stak­ling­ur er án at­vinnu!

At­vinna, at­vinna, at­vinna, seg­ir ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar en nú þegar nærri ár er frá fyrsta höggi er ekki laust við að maður spyrji sig hvort rík­is­stjórn­in sé al­gjör­lega ráðþrota þegar kem­ur að fjölg­un starfa á fjöl­breytt­um vett­vangi. Við vit­um að þegar ferðamanna­bylgj­an skall á okk­ur eft­ir gosið í Eyja­fjalla­jökli vor­um við al­gjör­lega óund­ir­bú­in und­ir flóðið. Innviðir ferðaþjón­ustu voru veik­b­urða og kallað eft­ir upp­bygg­ingu þeirra og stefnu stjórn­valda í ferðamál­um. Lítið hef­ur til þess spurst og ekk­ert núna á þeim tíma sem hægðarleik­ur er að ráðast í meiri­hátt­ar fram­kvæmd­ir á meðan ferðamenn sitja heima. Hvar er ráðherra ný­sköp­un­ar, at­vinnu­vega og ferðamála á tólfta mánuði at­vinnukreppu? Alls hafa 98 ráðning­ar­styrk­ir verið veitt­ir á ár­inu en í des­em­ber kom fram að lít­il sem eng­in kynn­ing hefði verið á því átaki af hálfu hins op­in­bera og um­sókn­ir því fáar. Það að sitja með hend­ur í skauti og bíða eft­ir næstu bylgju ferðamanna er bara alls ekki boðlegt af hálfu rík­is­stjórn­ar í at­vinnukreppu. Und­ir­mönn­un í heil­brigðisþjón­ustu er staðreynd sem hægt væri að bregðast við með auknu fjár­magni. Stutt­ur af­greiðslu­tími og óra­löng bið á síma­línu Vinnu­mála­stofn­un­ar bend­ir til und­ir­mönn­un­ar þar líka. Upp­bygg­ing á innviðum í ferðaþjón­ustu kall­ar á margskon­ar störf. Rík­is­stjórn­in þarf að fara fram með góðu for­dæmi og skapa bæði op­in­ber störf og hvata til auk­inna starfa í einka­geir­an­um með marg­vís­leg­um hætti.

Æviágrip á vef Alþingis

Smelltu hér til að skoða æviágrip á vef Alþingis
Opna

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann hjá mér og fylgstu með þeim málefnum sem ég er að vinna að hverju sinni.
Skrá mig
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram