Heilbrigði þjóðar til framtíðar

Birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. nóvember 2020

Covid þreytan virðist alltumlykjandi í samfélaginu í dag. Veiran lætur enn á sér kræla þrátt fyrir að við sjáum smitum fækka ört.  þegar smitum fækkar  höfum við samt lært af biturri reynslu að fagna ekki of snemma. Við höfum reynt það áður að lifa sem næst eðlilegu lífi en þurfa svo að bakka aftur í það ástand sem við erum í núna.  Covid þreytan birtist í spurningum almennings en einnig kjörinna fulltrúa um hvort ekki sé hægt að  opna landamæri, loka landamærum, leyfa veirunni bara að hafa sinn gang, loka skólum og opna þá og síðast en ekki síst koma í veg fyrir smit til viðkvæmra hópa. Sorgin mætir aðstandendum þeirra sem fallið hafa frá vegna veirunnar og þar kveikna eðlilega fjölmargar spurningar. Ég votta þeim innilegrar samúðar minnar.

Heilbrigðiskerfið og starfsmenn þess hafa á undanförnum mánuðum verið undir nærri ómennsku álagi. Deildum hefur verið umturnað, breyta þurfti bráðadeild í covid göngudeild, loka þurfti fyrir heimsóknir og taka upp fjarlækningar í ríkara mæli. Starfsfólk hefur þurft að skerða mjög sitt persónufrelsi utan vinnu og leggja sig í beina hættu á vinnustað við covidsýkta einstaklinga. Skinnið í lófunum tætist upp undan ofnotkun handspritts og andlitið er þrútið vegna andlitsgríma og búninga klukkustundum saman. Þetta, ofan á ófullægjandi aðbúnaði sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks á vinnustöðum er ekki náttúrulögmál. Veiran sjálf er algjört skaðræði og er í eðli sínu eins og náttúruhamfarir en ófullnægjandi aðbúnaður og aðstæður til umönnunar er pólitísk ákvörðun, og það er þar sem ábyrgðin liggur, hjá stjórnvöldum sem taka ákvörðun um vanfjármögnun okkar grunnkerfis heilbrigðisþjónustu.

Æviágrip á vef Alþingis

Smelltu hér til að skoða æviágrip á vef Alþingis
Opna

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann hjá mér og fylgstu með þeim málefnum sem ég er að vinna að hverju sinni.
Skrá mig
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram