Kosningaþátttakan minnkar

Lýðræðið er einn af horn­stein­um sam­fé­lags­ins. Við þurf­um í sam­ein­ingu að varðveita það og rækta með öll­um til­tæk­um ráðum. Í kosn­ing­un­um í maí sl. var kosn­ingaþátt­taka minni en nokkru sinni. Kosn­ingaþátt­tak­an fór meira að segja niður fyr­ir 50% í ein­staka sveit­ar­fé­lög­um sem þýðir að ann­ar hver kjós­andi tók ákvörðun um að mæta ekki á kjörstað. Við skul­um að minnsta kosti vona að um hafi verið að ræða meðvitaða ákvörðun um slíkt, því kosn­inga­rétt­ur­inn er grund­vall­ar­rétt­ur íbúa í lýðræðis­ríki og þá er mjög mik­il­vægt að öll þau sem hafa slík­an rétt séu meðvituð um hann.

Við sem aðstoðuðum fé­laga okk­ar í kosn­inga­bar­átt­unni urðum þess áskynja að fjöldi fólks virt­ist ómeðvitaður um kosn­inga­rétt sinn. Það er yf­ir­valda að tryggja að rétt­indi fólk séu þeim ljós og því er það miður að hóp­ur fólks, aðallega fólk sem flutt hef­ur hingað frá út­lönd­um, hafi ekki haft hug­mynd um þenn­an rétt sinn. Í fyrsta lagi kann það að flækj­ast fyr­ir að rétt­ur til að kjósa er ólík­ur eft­ir því hvort um er að ræða alþing­is­kosn­ing­ar eða kosn­ing­ar til sveit­ar­stjórna. Í alþing­is­kosn­ing­um eru það ein­göngu ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar bú­sett­ir hér, sem og þeir sem kært hafa sig inn á kjör­skrá fyr­ir ákveðna dag­setn­ingu, sem geta kosið.

Í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um hafa er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar hins veg­ar mun rýmri rétt því öll þau sem hafa búið hér í þrjú ár eða leng­ur mega kjósa og rík­is­borg­ar­ar Norður­landa eft­ir eins árs bú­setu. Í Reykja­nes­bæ, þar sem kosn­ingaþátt­taka fór und­ir 50%, er fjórðung­ur íbúa með er­lent rík­is­fang. Ég held að það sé óhætt að draga þá álykt­un að skort­ur á upp­lýs­ing­um um feng­inn kosn­inga­rétt til íbúa af er­lend­um upp­runa sé megin­á­stæða þess að kosn­ingaþátt­tak­an var eins dræm og raun ber vitni.

Fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2018 vildi Reykja­vík­ur­borg fagna nýj­um kjós­end­um með kynn­ingar­pósti til þeirra um hinn ný­fengna grund­vall­ar­rétt. Því miður var sú góða upp­lýs­inga­gjöf af hálfu reyk­vískra stjórn­valda kærð til Per­sónu­vernd­ar sem felldi þann úr­sk­urð að kynn­ing­in hefði verið óheim­il þar sem ham­ingjuósk­ir um ný­feng­inn kosn­inga­rétt og hvatn­ing til að taka þátt í kosn­ing­un­um væru of gild­is­hlaðin skila­boð.

Gott og vel, en ég held að við sem íbú­ar í lýðræðis­ríki hljót­um að gera þá kröfu að stjórn­völd upp­lýsi kjós­end­ur um þenn­an grund­vall­ar­rétt. Hvort tveggja ungt fólk sem og fólk af er­lend­um upp­runa sem öðlast hér kosn­inga­rétt á rétt á að fá vitn­eskju um rétt sinn. Það er skaðlegt lýðræðinu ef stór­ir þjóðfé­lags­hóp­ar nýta ekki þann rétt sinn því þá end­ur­spegla kjörn­ir full­trú­ar ekki vilja allra íbúa lands­ins, held­ur bara þess hóps sem upp­lýst­ur er um þenn­an rétt sinn, þess hóps sem fylg­ist með ís­lensk­um fjöl­miðlum og þess hóps sem vegna fé­lags­legra tengsla veit af kosn­ing­un­um.

Æviágrip á vef Alþingis

Smelltu hér til að skoða æviágrip á vef Alþingis
Opna

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann hjá mér og fylgstu með þeim málefnum sem ég er að vinna að hverju sinni.
Skrá mig
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram