Orðspor eyríkis

Orðspor Íslands skipt­ir öllu þegar kem­ur að alþjóðleg­um viðskipt­um. Ráðamenn ræða það iðulega hversu mik­il­vægt það er að fá hingað til lands er­lend­ar fjár­fest­ing­ar enda er okk­ar inn­lendi markaður smár og vinn­ur smæðin gegn hags­mun­um okk­ar. Þegar er­lend­ir fjár­fest­ar hug­leiða komu inn á markaðinn eru nokkr­ir þætt­ir skoðaðir öðru frem­ur; stöðug­leiki gjald­miðils, stöðug­leiki í stjórn­mál­um, fjár­mála­kerfið, rétt­ar­kerfið og síðast en ekki síst spill­ing­ar­varn­ir. Nú ber­ast okk­ur þær frétt­ir að vinnu­hóp­ur OECD gegn mút­um sé undr­andi yfir hæga­gangi rann­sókn­ar á Sam­herja­mál­inu og hef­ur yf­ir­maður vinnu­hóps­ins, Drago Kos, sagt það nán­ast vand­ræðal­egt að við séum eft­ir­bát­ar Namib­íu í þess­um efn­um. Krefst vinnu­hóp­ur­inn jafn­framt svara frá yf­ir­völd­um á Íslandi vegna af­skipta lög­reglu af blaðamönn­um sem fjallað hafa um málið. Seg­ir Drago Kos viðbúið að ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki sem liggi und­ir grun grípi til ým­issa ráða en það valdi sér áhyggj­um að lög­reglu­yf­ir­völd spili með.

Þetta eru skilj­an­leg­ar áhyggj­ur enda býsna óvenju­legt að lög­regla sé að hafa af­skipti af blaðamönn­um sem skrifa um mögu­leg alþjóðleg mútu­brot stórra aðila í ís­lensku viðskipta­lífi. Fregn­ir hafa borist af hand­tök­um, gæslu­v­arðhalds­úrsk­urðum, kyrr­setn­ing­um og fang­els­is­dóm­um yfir málsaðilum í Namib­íu á sama tíma og héðan hafa borist fregn­ir af því hverj­ir hafa hlotið rétt­ar­stöðu sak­born­inga. Annað ekki. Héraðssak­sókn­ari seg­ir að hraði rann­sókn­ar sé í beinu sam­hengi við fjár­magn sem stjórn­völd skammta embætt­inu, það sé ein­fald­lega van­fjár­magnað og það bitni á máls­hraða.

Þegar Sam­herja­málið var op­in­berað átti sér stað vinna á Alþingi við fjár­laga­frum­varp árs­ins 2020. Við í Sam­fylk­ing­unni lögðum þá til að auknu fjár­magni yrði varið til embætt­is héraðssak­sókn­ara vegna þessa yf­ir­grips­mikla máls. Það þótti fjár­málaráðherra al­veg frá­leitt og sagði að ef embættið þyrfti frek­ari fjár­muni þyrfti það bara að koma til sín með slíka bón. Lét hann jafn­framt hafa eft­ir sér að það væri slá­andi og rót vand­ans í þessu til­tekna máli sem verið væri að af­hjúpa hversu veikt og spillt stjórn­kerfi væri í Namib­íu. Drago Kos seg­ir þessi um­mæli ein­fald­lega röng því að sá sem bjóði mút­ur sé jafn ábyrg­ur og sá sem þigg­ur þær og seg­ir hann jafn­framt að hin þrúg­andi þögn sem ber­ist frá Íslandi varðandi rann­sókn­ina sé vanda­mál enda virðist allt uppi á borðum í Namib­íu en hula hvíli yfir rann­sókn mála hér á landi.

Það er óeðli­legt að embætti sem ann­ast rann­sókn Sam­herja­máls­ins þurfi að fara bón­ar­veg til for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherra eft­ir nægu fjár­magni. Embættið er van­fjár­magnað, það tef­ur rann­sókn máls­ins og get­ur valdið rétt­ar­spjöll­um ofan á þá orðsporsáhættu sem aug­ljós er.

Æviágrip á vef Alþingis

Smelltu hér til að skoða æviágrip á vef Alþingis
Opna

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann hjá mér og fylgstu með þeim málefnum sem ég er að vinna að hverju sinni.
Skrá mig
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram