Það skiptir miklu máli að við sem kjörin erum á Alþingi Íslendinga virðum skýrar reglur um lagalega ábyrgð ráðherra, en ráðherraábyrgð inniber persónulega refsi- og skaðabótaábyrgð þess sem gegnir ráðherraembætti. Lagt var til í nýju stjórnarskránni að ákæruvald vegna brota ráðherra yrði tekið af Alþingi og Landsdómur felldur niður en hún hefur ekki enn verið […]