Helga Vala

30. mars, 2023
Ráðherraábyrgð

Það skiptir miklu máli að við sem kjörin erum á Alþingi Íslendinga virðum skýrar reglur um lagalega ábyrgð ráðherra, en ráðherraábyrgð inniber persónulega refsi- og skaðabótaábyrgð þess sem gegnir ráðherraembætti. Lagt var til í nýju stjórnarskránni að ákæruvald vegna brota ráðherra yrði tekið af Alþingi og Landsdómur felldur niður en hún hefur ekki enn verið […]

22. mars, 2023
Kjarklaus og verkstola ríkisstjórn

Stýrivaxtahækkun dagsins kom fáum á óvart enda kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við völd hér á landi. Stýrivextir eru nú 114 – 188% hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og Seðlabankinn hefur fá önnur ráð í glímunni við óðaverðbólguna en að hækka stýrivexti. Það er sterkt samband milli gengisþróunar, vaxtastigs og verðlags […]

21. mars, 2023
Að ráðast á garðinn

Ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrum seðlabankastjóri ryðst fram á ritvöllinn í leiðara blaðsins fyrir helgi og skýrir fyrir lesendum sínum hvað að hans mati varð Silicon Valley bankanum að falli á dögunum. Einhver hefði talið að fyrrum seðlabankastjóri, sem hefur góða reynslu af því að fara illa að ráði sínu við stjórn banka, hefði lært sitt […]

11. mars, 2023
Almenningur veit sínu viti

Evrópuumræðan er á fleygiferð eins og alla jafna þegar harðnar í ári. Þegar verðbólgudraugurinn stígur dans, vextir hækka upp úr öllu valdi og krónan hrynur þá finnum við, sem lifum í íslenska efnahagsumrótinu það verðulega á eigin skinni. Þess vegna er ekkert óeðlilegt að umræðan um aukið samstarf Íslands við Evrópu komist á flug. Það […]

2. mars, 2023
Við þurfum skýra sýn 

Þessa dagana finnur íslenskur almenningur það verulega á eigin skinni hvernig það er að hafa við stjórnvölinn ríkisstjórn sem nær yfir hið breiða svið stjórnmálanna. Hinu breiða sviði hefur verið haldið á lofti sem einhvers konar dyggðarmerki samvinnuhæfileika leiðtoga ríkisstjórnarinnar en hefur sjaldan verið jafn áberandi merki stjórnleysis og nú, þegar verðbólga er orðin meiri […]

2. febrúar, 2023
Neitunarvald forseta Alþingis

Undanfarin ár hafa fjölmiðlar, með Viðskiptablaðið í fararbroddi, reynt að fá afhenta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, þá setts ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol. Til upprifjunar þá setti fjármála- og efnahagsráðherra á stofn Lindarhvol árið 2016 og var hlutverk þess að annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs, mótteknum skv. stöðugleikasamkomulagi við hina föllnu banka. Bókfært virði stöðugleikaeigna […]

24. janúar, 2023
Verkefnið hverfur ekkert

Frumvarp um útlendinga hefur verið afgreitt úr nefnd. Fulltrúar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks styðja með því aðför dómsmálaráðherra að heilsu og velferð fólks á flótta. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með lífi frumvarpsins á undanförnum árum því í hvert sinn sem það er lagt fram bætist eitthvað við sem gerir það sýnu verra […]

12. janúar, 2023
Hvað er nóg?

Hver er verðmiðinn á störfum fólks? Um þetta hefur verið rætt síðustu daga eftir umræðu um kjaramál heilbrigðisstétta í Silfrinu um síðustu helgi. Hvað er nóg? Hið opinbera hefur margvísleg töluleg gögn til að styðjast við þegar kemur að útreikningi á tekjum annars vegar og framfærsluþörf hins vegar. Vísar fjármálaráðherra iðulega í vefsíðuna tekjusögu, sem […]

11. janúar, 2023
Viðurkenning á lögbroti

Viðtal í Fréttablaðinu vegna úttektar FME á íslandsbankasölu.

10. janúar, 2023
Sáttameðferð eða tilkynning um viðurlög?

Hádegisfréttir bylgjunnar vegna Íslandsbankasölu

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann hjá mér og fylgstu með þeim málefnum sem ég er að vinna að hverju sinni.
Skrá mig
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram