Í þinglokum nú fyrir sumarhlé Alþingis var borin upp þingsályktunartillaga Samfylkingar um að fela mennta- og menningarmálaráðherra að setja á laggirnar launasjóð fyrir afreksíþróttafólk í einstaklings- og hópíþróttum. Tilgangur slíks sjóðs væri að auka fjárhagslegt öryggi afreksíþróttafólks hér á landi og auka möguleika þess til að helga sig íþróttastarfi sínu, ekki síst í aðdraganda stórmóta. […]