Fjölbragðaglíma ríkisstjórnarflokkanna við söguskýringar á gengi sínu í sveitastjórnarkosningunum um síðustu helgi er athyglisverð. Samkvæmt söguskoðun forsætisráðherra var stjórnarandstöðuflokkunum á Alþingi refsað fyrir almenn leiðindi í garð bankasöluflokkanna og jafnframt er skoðun forsætisráðherra að hennar eigin flokkur hafi aðallega tapað á meirihlutasamstarfi sínu við sömu flokka í Reykjavík. Ástæða hrakfara Vinstri grænna í kosningunum um […]