Að gegna þeirri borgaraþjónustu að vera þingmaður er hvort tveggja ótrúlega lærdómsríkt og gefandi. Þess vegna undrast ég þá spurningu sem ég heyri gjarnan þar sem spurt er hvernig ég nenni þessu því starfið er einmitt svo fjölbreytt og skemmtilegt. Einn mikilvægasti hluti starfsins er að hitta fólkið í landinu og hlusta á hvað fengist […]
Vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar kom fyrir sjónir almennings og þingheims í vikunni. Þar er farið yfir söluferil á eignarhluta almennings í Íslandsbanka. Sölu verðmæta sem líklega skiluðu á þriðja milljarði lægri fjárhæð í ríkiskassann en ef vel hefði verið staðið að verki. Í umræðu um málið síðustu tvo daga hafa ráðherrar í ríkisstjórn komið fram einn […]
Heilbrigðiskerfið er lífæð samfélagsins. Við treystum á að fá góða þjónustu þegar á reynir og allar kannanir sýna að almenningur á Íslandi vill sterkt opinbert heilbrigðiskerfi. Það þarf hvort tveggja að fjármagna með fullnægjandi hætti en einnig skipuleggja svo hver og ein heilbrigðisstofnun um allt land nýtist sem best og geti starfað sem skyldi. Oft […]
Í morgunblaðinu í gær geystist háskólaráðherra fram á ritvöllinn og fjallaði um meint forystuleysi í Reykjavíkurborg vegna þess að ekki hefur tekist að útvega öllum börnum í borginni 12 ára og eldri leikskólapláss. Nú skal alls ekki gera lítið úr vanda fjölskyldna sem bíða eftir plássi, en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá […]
Gleðilega hátíð! Hinsegin dagar standa nú yfir með metnaðarfullri og skrautlegri dagskrá fyrir alla sem hana vilja sækja. Gleðigangan verður gengin í dag eftir tveggja ára Covid-hlé og nú sem fyrr er mikilvægt að við sem eigum heimangengt mætum öll og sýnum í verki stuðning okkar við hinsegin samfélagið. Það hefur orðið merkjanlegt bakslag í […]
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum ráðherra vegna harðrar gagnrýni á framkvæmd sölu á hlut almennings í Íslandsbanka. Afstaða ráðherra, allra nema innviðaráðherra sem ekki hefur náðst í síðustu vikur, hefur breyst frá degi til dags og er nú um það rætt að fram fari gaslýsing af áður óþekktri stærðargráðu af þeirra hálfu. […]