Á Alþingi í vikunni kynnti forsætisráðherra tillögu sína um að fjölga ráðherrum um einn, fjölga ráðuneytum um tvö og breyta svo málaflokkum 10 ráðuneyta af 12. Þingmenn stjórnarandstöðu gerðu sitt til að laða fram svör við því hver tilgangurinn væri með þessari stærstu uppskiptingu á Stjórnarráðinu í áratugi, en lítið var um svör um tilganginn. […]