Greinar

16. ágúst, 2021
Við heyrum í ykkur

„Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. Heimsfaraldur kórónuveiru skapaði ekki það neyðarástand sem nú er uppi, þar sem flytja þarf lífshættulega veika sjúklinga landshorna […]

21. júlí, 2021
Saklaus uns?

Réttarríkið skapar grundvöll samfélagsins. Að allir séu jafnir fyrir lögum, að enginn sé dæmdur til refsingar án sönnunar á broti og ekki síst rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar. Undanfarnar vikur hafa margir lærðir og leikir fjallað um þennan grundvallarrétt sem ekki má skerða. Það er mikilvægt að við gefum ekki afslátt á þessum rétti því ekki […]

12. júlí, 2021
Sjálfstæðir fjölmiðlar sem þora

Fyrir helgi sendi þverpólitískur hópur alþingismanna frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur rannsóknarblaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Julian Assange. Assange hefur verið innilokaður ásamt hryðjuverkamönnum og morðingjum í hinu alræmda Belmarsh fangelsi í tvö ár vegna ákæru sem gefin var út á hendur honum en hann […]

1. júlí, 2021
Biðlistastjórnin

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð að íslenska heilbrigðiskerfið ætti að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum og að allir landsmenn eigi að fá notið góðrar þjónustu óháð efnahag og búsetu. Því var lofað að geðheilbrigðisþjónusta á heilsugæslum og sjúkrahúsum um allt land yrði efld og bráða- og barna og […]

23. júní, 2021
Fullkomin sátt um ekkert

Tilraun forsætisráðherra til breytinga á stjórnarskránni sigldi í strand, að því er virðist vegna áhugaleysis þeirra sem stóðu að málinu. Rökin fyrir strandinu eru sögð vera að ekki ríki fullkomin sátt um breytingar á stjórnarskrá en hefði áhugi verið fyrir hendi hjá forsætisráðherra hefði verið hægðarleikur að klára málið. Heimsfaraldri verður ekki kennt um þessi vinnubrögð.    Frá lýðveldisstofnun hefur […]

14. júní, 2021
Áfram Ísland á stórmótum!

Í þinglokum nú fyrir sumarhlé Alþingis var borin upp þingsályktunartillaga Samfylkingar um að fela mennta- og menningarmálaráðherra að setja á laggirnar launasjóð fyrir afreksíþróttafólk í einstaklings- og hópíþróttum. Tilgangur slíks sjóðs væri að auka fjárhagslegt öryggi afreksíþróttafólks hér á landi og auka möguleika þess til að helga sig íþróttastarfi sínu, ekki síst í aðdraganda stórmóta. […]

4. júní, 2021
Áhugi á eftirliti óskast

Við lif­um hér og störf­um eft­ir ákveðnum leik­regl­um. Lög og regl­ur eru sam­in um allt milli him­ins og jarðar, hvort sem um er að ræða hversu mikið má veiða, hversu hratt má keyra, hvernig fram­kvæma skal heil­brigðisþjón­ustu eða hversu stór aðili á markaði fyr­ir­tæki má vera. Já, það er þessi rammi sem skipt­ir máli þegar […]

26. maí, 2021
Er lögbrot frétt?

Á hverjum degi eru fjölmiðlar að fjalla um flókin mál, þar á meðal lögbrot. Það þykir fréttnæmt þegar brot eru framin og það þykir einnig fréttnæmt þegar möguleiki er á að brot hafi verið framin ef um er að ræða stóran aðila í opinberri umræðu. Þessa dagana á sér stað umræða á Alþingi, líkt og […]

15. maí, 2021
Framtíðin er björt, ef við þorum

Framtíðina þarf að skapa núna. Þetta covid ár hefur heldur betur reynt á okkur öll, með misjöfnum hætti þó. Verkefnin hafa breyst, vinnustaðir lokað og störfum fækkað. En framundan er uppbygging og það er vor í lofti. Við þurfum að hafa kjark til að styðja á réttum stöðum við uppbyggingarferlið og við það fólk og […]

6. maí, 2021
Heilsuöryggi kvenna

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. maí 2021 Frá síðustu áramótum hafa okkur ítrekað borist fréttir af klúðri heilbrigðisyfirvalda við flutning skimunar á leghálskrabbameini heilbrigðisþjónustu við konur er varðar krabbameinsskimun frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslu, Landspítala og danskrar rannsóknarstofu í Hvidovre. Starfsfólk allra þessara staða er vel hæft til sinna starfa en það breytir ekki þeirri […]

1 6 7 8 9 10 12

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann hjá mér og fylgstu með þeim málefnum sem ég er að vinna að hverju sinni.
Skrá mig
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram