Greinar

22. september, 2022
Er þetta misskilningur?

Íslenskan er mitt hjartans mál, fullyrðir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á sama tíma og hún tekur ákvörðun um 500 milljón króna niðurskurð á framlögum til íslenskrar sjónvarps- og kvikmyndagerðar. Hún, já, því þegar tekin er ákvörðun um framlag til lista og menningar þá er það ráðherrann sem kemur fram og segist hafa tekið ákvörðun um framlag […]

12. september, 2022
Samfélag jöfnuðar?

Í dag fáum við að líta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þar sjáum við svart á hvítu hvaða samfélag þeir þrír flokkar sem mynda ríkisstjórn Íslands, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, vilja byggja. Um helgina fengum við nasasjón af raunverulegri sýn ríkisstjórnarinnar því það er einmitt í fjárlagafrumvarpi sem pólitísk stefna flokkanna þriggja raungerist. Ráðherrar hafa […]

3. september, 2022
Er Héraðssjúkrahús svarið?

Heilbrigðiskerfið er lífæð samfélagsins. Við treystum á að fá góða þjónustu þegar á reynir og allar kannanir sýna að almenningur á Íslandi vill sterkt opinbert heilbrigðiskerfi. Það þarf hvort tveggja að fjármagna með fullnægjandi hætti en einnig skipuleggja svo hver og ein heilbrigðisstofnun um allt land nýtist sem best og geti starfað sem skyldi. Oft […]

16. ágúst, 2022
Forystuleysi

Í morgunblaðinu í gær geystist háskólaráðherra fram á ritvöllinn og fjallaði um meint forystuleysi í Reykjavíkurborg vegna þess að ekki hefur tekist að útvega öllum börnum í borginni 12 ára og eldri leikskólapláss. Nú skal alls ekki gera lítið úr vanda fjölskyldna sem bíða eftir plássi, en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá […]

6. ágúst, 2022
Ég er eins og ég er

Gleðilega hátíð! Hinsegin dagar standa nú yfir með metnaðarfullri og skrautlegri dagskrá fyrir alla sem hana vilja sækja. Gleðigangan verður gengin í dag eftir tveggja ára Covid-hlé og nú sem fyrr er mikilvægt að við sem eigum heimangengt mætum öll og sýnum í verki stuðning okkar við hinsegin samfélagið. Það hefur orðið merkjanlegt bakslag í […]

27. júlí, 2022
Tjáningarfrelsi fylgir ábyrgð

Sumarið er tíminn þar sem margir leggjast í ferðalög, þvælast milli bæja, landa og jafnvel heimsálfa í leit að minningum í reynslu- og minningabankann. Heimssagan, fróðleikur um aðrar þjóðir og menningu, framandi lykt, matur og fólk.  Það þarf ekkert endilega að fara langt til að upplifa eitthvað nýtt og eins höfum við mismunandi þörf fyrir […]

9. júlí, 2022
Ræða á ársfundi þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Birmingham, júlí 2022.

Madam President - Dear Colleagues  I want to start by thanking the hosts for the hospitality we have enjoyed here in Birmingham. It has been a pleasure working at the OSCE parliament  assembly and also to arrive here every morning, receiving a big and warm smile from the security staff at the front door.  And it […]

29. júní, 2022
Réttur til frelsis

Hugmyndin um þrígreiningu ríkisvaldsins var ekki sprottin úr engu heldur á mati á bestu samfélagsgerð byggðu á reynslu. Hér er ekki ætlunin að fara yfir forsögu þeirrar stjórnskipunar heldur gerð tilraun til að útskýra mikilvægi hennar út frá nútíma aðstæðum. Sjálfstæðir dómstólar eru forsenda trausts réttarríkis, löggjafinn semur lögin sem dómarar innan dómstólanna dæma eftir án […]

28. júní, 2022
Beðið eftir réttlæti

Þann 1. febrúar 2009, á miðju kjörtímabili, tók ný ríkisstjórn Samfylkingar og VG við stjórnartaumunum á Íslandi. Ástæður stjórnarskiptana eru flestum minnisstæðar; Ísland var nær gjaldþrota vegna ákvarðana sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn tóku á árunum 1999 til 2003 þegar helmingaskipti ríkiseigna áttu sér stað. Aðilar tengdir þessum tveimur stjórnmálaflokkum högnuðust gríðarlega þegar ríkisfyrirtæki voru seld […]

20. júní, 2022
Orðspor eyríkis

Orðspor Íslands skipt­ir öllu þegar kem­ur að alþjóðleg­um viðskipt­um. Ráðamenn ræða það iðulega hversu mik­il­vægt það er að fá hingað til lands er­lend­ar fjár­fest­ing­ar enda er okk­ar inn­lendi markaður smár og vinn­ur smæðin gegn hags­mun­um okk­ar. Þegar er­lend­ir fjár­fest­ar hug­leiða komu inn á markaðinn eru nokkr­ir þætt­ir skoðaðir öðru frem­ur; stöðug­leiki gjald­miðils, stöðug­leiki í stjórn­mál­um, […]

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann hjá mér og fylgstu með þeim málefnum sem ég er að vinna að hverju sinni.
Skrá mig
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram