Greinar

12. janúar, 2023
Hvað er nóg?

Hver er verðmiðinn á störfum fólks? Um þetta hefur verið rætt síðustu daga eftir umræðu um kjaramál heilbrigðisstétta í Silfrinu um síðustu helgi. Hvað er nóg? Hið opinbera hefur margvísleg töluleg gögn til að styðjast við þegar kemur að útreikningi á tekjum annars vegar og framfærsluþörf hins vegar. Vísar fjármálaráðherra iðulega í vefsíðuna tekjusögu, sem […]

5. janúar, 2023
Hvert er planið ráðherra?

Fjár­festum í fólki, var slagorð Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 2021. Sagðist flokkurinn vilja skoða hvort tilefni væri til aukins einkareksturs innan heilbrigðisgeirans, skila sem bestum og skjótustum árangri, ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir vanda síðar og síðast en ekki síst tryggja öllum íbúum landsins þjónustu óháð búsetu og efnahag. Eftir kosningar […]

15. desember, 2022
Að kaupa sér velvild

Fjölmiðlar eru hluti valdsins vegna þess að þeirra hlutverk er að veita ríkjandi valdhöfum aðhald. Mikilvægi frjálsra og óháðra fjölmiðla er þannig umtalsvert í lýðræðisríki því stjórnvöld eiga ekki að geta hlutast til um hvernig um þau er fjallað. Við sjáum dæmi um hið gagnstæða í ráðstjórnarríkjum þegar stjórnvöld banna umfjöllun sem þeim er ekki […]

6. desember, 2022
Mannúðin hunsuð

Senn líður að lokum haustþings og meðal verkefna er að ljúka umfjöllun um breytingar á útlendingalögum. Frumvarp dómsmálaráðherra var kynnt sem lausn á neyðarástandi sem skapast hefði vegna fjölda fólks á flótta. Svo er hins vegar ekki. Í fyrsta lagi hefur verið bent á að efast megi um að ákvæði frumvarpsins standist mannréttindaákvæði stjórnarskrár og […]

17. nóvember, 2022
Er fjármálaráðherra búinn að axla ábyrgð?

Vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar kom fyrir sjónir almennings og þingheims í vikunni. Þar er farið yfir söluferil á eignarhluta almennings í Íslandsbanka. Sölu verðmæta sem líklega skiluðu á þriðja milljarði lægri fjárhæð í ríkiskassann en ef vel hefði verið staðið að verki. Í umræðu um málið síðustu tvo daga hafa ráðherrar í ríkisstjórn komið fram einn […]

14. nóvember, 2022
Ræður á 153. löggjafarþingi (2022-2023)
8. nóvember, 2022
Að skapa fordóma

Ég sat með góðum vinum um helgina þar sem rædd var staða fólks á flótta. Fólk vill fá réttar upplýsingar, en því miður hafa sumir valdhafar leitt umræðuna í villu og þess vegna vil ég í þessum mola gera mitt til að lýsa upp þokuna sem einkennir umræðuna. Rangar upplýsingar skapa nefnilega fordóma. Rúmlega 100 […]

20. október, 2022
Hún er 10 ára!

Já, í dag er stórafmæli, sem þó er haldið í bláum skugga. Tíu ár eru frá því að þjóðin greiddi atkvæði um hvort að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Nýrri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands sem samin yrði af íslenskri þjóð. Meirihlutinn svaraði þeirri spurningu játandi, en aðdragandi þjóðaratkvæðagreiðslunnar var samþykki Alþingis […]

12. október, 2022
Tölum út frá staðreyndum

Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um svokallaðan flóttamannavanda í íslensku samfélagi. Ýmsu hefur verið haldið fram, því miður ekki alltaf útfrá staðreyndum og því er nauðsynlegt að draga fram nokkrar staðreyndir sem fengnar eru frá alþjóðlegum stofnunum og íslenskum stjórnvöldum. Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru um 100 milljón manns á flótta í heiminum og […]

11. október, 2022
Ríkið þarf að greiða fyrir þjónustuna

Kjördæmaviku þingmanna er nýlokið þar sem þingmönnum gefst kærkomið tækifæri til að ferðast um, ræða við fólk, heimsækja fyrirtæki, stofnanir og sveitastjórnarfólk. Þessi samskipti dýpka störf okkar mikið enda erum við í vinnu fyrir fólkið í landinu og eigum í störfum okkar að sinna því eins og okkur er frekast unnt. Það gerum við með því að […]

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann hjá mér og fylgstu með þeim málefnum sem ég er að vinna að hverju sinni.
Skrá mig
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram