Lýðræðið er einn af hornsteinum samfélagsins. Við þurfum í sameiningu að varðveita það og rækta með öllum tiltækum ráðum. Í kosningunum í maí sl. var kosningaþátttaka minni en nokkru sinni. Kosningaþátttakan fór meira að segja niður fyrir 50% í einstaka sveitarfélögum sem þýðir að annar hver kjósandi tók ákvörðun um að mæta ekki á kjörstað. […]