Greinar

10. júní, 2022
Kosningaþátttakan minnkar

Lýðræðið er einn af horn­stein­um sam­fé­lags­ins. Við þurf­um í sam­ein­ingu að varðveita það og rækta með öll­um til­tæk­um ráðum. Í kosn­ing­un­um í maí sl. var kosn­ingaþátt­taka minni en nokkru sinni. Kosn­ingaþátt­tak­an fór meira að segja niður fyr­ir 50% í ein­staka sveit­ar­fé­lög­um sem þýðir að ann­ar hver kjós­andi tók ákvörðun um að mæta ekki á kjörstað. […]

23. maí, 2022
Söguskýringin stenst ekki

Fjölbragðaglíma ríkisstjórnarflokkanna við söguskýringar á gengi sínu í sveitastjórnarkosningunum um síðustu helgi er athyglisverð. Samkvæmt söguskoðun forsætisráðherra var stjórnarandstöðuflokkunum á Alþingi refsað fyrir almenn leiðindi í garð bankasöluflokkanna og jafnframt er skoðun forsætisráðherra að hennar eigin flokkur hafi aðallega tapað á meirihlutasamstarfi sínu við sömu flokka í Reykjavík. Ástæða hrakfara Vinstri grænna í kosningunum um […]

13. maí, 2022
Það er vor í lofti.

Við göngum til kosninga á morgun og fáum þá tækifæri til að velja þá flokka og það fólk sem við treystum best til að stjórna nærsamfélaginu okkar á komandi kjörtímabili. Grunnþjónustan er undir; leikskólar og skólar, velferðarþjónusta fyrir unga sem aldna, húsnæðismál, umhverfismál og samgöngur. Allt þarf þetta að virka og það í þágu alls […]

4. maí, 2022
Fjármálaráðherra ber ábyrgðina

Það hefur verið athyglisvert og átakanlegt að fylgjast með stjórnarliðum verja söluna á 22.5 % hlut almennings í Íslandsbanka. Það sem í upphafi var lýst sem vel heppnuðu útboði hefur nú birst sem lokað útboð til sérvalinna á vildarkjörum. Það er brot á jafnræðisreglu laga um sölumeðferð ríkis í fjármálafyrirækjum.   Ráðherrar komu nokkuð beygð […]

25. apríl, 2022
Er upplifunin vandamálið?

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum ráðherra vegna harðrar gagnrýni á framkvæmd sölu á hlut almennings í Íslandsbanka. Afstaða ráðherra, allra nema innviðaráðherra sem ekki hefur náðst í síðustu vikur, hefur breyst frá degi til dags og er nú um það rætt að fram fari gaslýsing af áður óþekktri stærðargráðu af þeirra hálfu. […]

13. apríl, 2022
Þegar svart er sagt hvítt

Hinn súrrealíski harmleikur sem ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur nú frumsýnt í tengslum við söluna á hlut almennings í Íslandsbanka er ekki að fá háa einkunn meðal, íslensku þjóðarinnar. Langlundargeð og umburðarlyndi þessara eigenda eru þó umtalsverð, enda eru þau ýmsu vön þegar kemur að bankasölu Sjálfstæðisflokksins og samstarfsflokka hans, en nú virðist sem […]

16. mars, 2022
Hvað veldur þögninni?

Það er ekkert þríeyki að störfum, engir upplýsingafundir í beinni útsendingu, engir blaðamannafundir ríkisstjórnar í Hörpu vegna um fimmtíu sjálfsvíga árið 2020 en fjöldi sjálfsvíga á síðsta ári er óbirtur. Það ríkir þögn hjá stjórnvöldum utan þess sem talað er um það á tyllidögum að hrinda af stað stórátaki í geðheilbrigðismálum sem hvergi sést. Hvað […]

7. mars, 2022
Við höfum upp á margt að bjóða

Við erum ríkt land af auðlindum og góðum lífsskilyrðum. Hagsæld hefur verið hér með ágætum en betur má ef duga skal. Grundvöllur hagsældar er að hér ríki jöfnuður og hann verðum við að auka, því þótt tekjujöfnuður sé hér nokkur þá er eignaójöfnuður verulegur og það bitnar fyrst og fremst á þeim tekjulægstu. Þá er […]

25. febrúar, 2022
Herlaus þjóð býður aðstoð.

Í fyrrinótt raungerðist það sem við höfum óttast undanfarnar vikur. Alþjóðalög hafa verið brotin, öryggi Evrópu er ógnað með innrás Rússa inn í Úkraínu og almennir borgarar liggja í valnum. Með innrásinni hafa rússnesk stjórnvöld einnig brotið Búdapest-samkomulagið frá 1994 um að virða landamæri Úkraínu og beita það ríki aldrei hervaldi nema í sjálfsvörn. Rússar […]

7. febrúar, 2022
Takk almannavarnir

Að undanförnu höfum við verið svo lánsöm að fá leiðsögn færustu sérfræðinga til varnar almenningi. Það er ekki lítils virði og sjálfsagt heldur feikilega mikilvægt samfélaginu. Þegar þessi orð eru rituð er boðuð rauð veðurviðvörun á höfuðborgarsvæði og Suðurlandi og ef svo ólíklega vill til að blaðið berist inn um lúgur að morgni má ætla […]

1 3 4 5 6 7 12

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann hjá mér og fylgstu með þeim málefnum sem ég er að vinna að hverju sinni.
Skrá mig
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram